Skip to main content

Skógræktin tekur þátt í Wow cyclothon

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 16. jún 2016 11:52Uppfært 16. jún 2016 16:17

Ný skógræktarstofnun ríkisins tekur þátt í hjólreiðakeppninni WOW Cyclothon þó að stofnunin verði ekki formlega til fyrr en 1. júlí.


Hjólreiðakeppnin WOW Cyclothon var ræst í gær en um er að ræða hjólreiðakeppni þar sem hjólað er með boðsveitarformi hringinn í kringum Ísland. Keppnin hefur verið haldin árlega frá 2012 og snýst bæði um að keppast við að verða fyrst í mark og keppni í áheitasöfnun til styrktar góðu málefni.

Skógræktin tekur þátt með sameiginlegt 10 manna lið starfsmanna þeirra 6 skógræktarstofnana sem munu sameinast seinna í sumar. Heiti nýrrar stofnunar eftir sameiningu verður Skógræktin.

Söguleg stund verður þegar liðið kemur í mark því Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri hefur tekið að sér að hjóla í mark á reiðhjólinu sem fyrsti skógræktarstjórinn, Agner Kofoed-Hansen, ferðaðist á um allt land í embættiserindum á sínum tíma.

Hjólið er frá fyrstu áratugum 20. aldar. Ekki er vitað nákvæmlega um aldur reiðhjólsins en Agner Kofoed-Hansen var skógræktarstjóri í hartnær þrjá áratugi, frá stofnun Skógræktar ríkisins 1908 til ársins 1935.

Hægt er að fylgjast með gangi cyclothonsins hér. Þegar þetta er skrifað eru fremstu lið að koma í Egilsstaði og það aftasta við Goðafoss. Skógræktin er um miðbik hópsins.