Skip to main content

Skriðjökull í Fellabæ?

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 23. feb 2011 10:39Uppfært 08. jan 2016 19:22

Ef rýnt er í myndina virðist þetta helst vera mynd af skriðjökli þar sem hann fellur í sjó fram, gæti sem best verið á Grænlandi. En er það svo, er þetta skriðjökull?

skridjokull1.jpgMyndirnar geta blekkt og svo er í þetta skipti.  Þagar betur er að gáð er þessi skriðjökull í miðjum Fellabænum.  Nánar tiltekið er þetta snjórinn sem Bólholt mokaði af götum Fellabæjar í ótíðarkaflanum í janúar og keyrði á ýmsum tækjum og vörubílum og sturtaði fyrir bakkann, við Lagarfljótsbrúna við brúarsporðinn norðanmegin fljóts. skridjokull2.jpg