Skip to main content

Skriðuklaustur á frímerki

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 18. sep 2012 23:45Uppfært 08. jan 2016 19:23

skriduklaustur_frimerki.png
Nýjasta frímerki Íslandspósts er tileinkað fornleifauppgreftrinum á Skriðuklaustri í Fljótsdal sem formlega lauk í sumar.

Merkið var gefið út í síðustu viku á degi frímerkisins. Verðmætið er 635 krónur, ætlað á 1500 gramma pakka. Hönnuðurinn er Borgar Hjörleifur Árnason.

Á frímerkinu ber að líta grunnform klausturrústanna auk nokkurra muna sem fundust við uppgröftinn, til að mynda Barbörulíkneski.

Nýverið var haldið upp á 500 ára vígsluafmæli Skriðuklausturskirkju og endalok formlegra fornleifarannsókna í klaustrinu en þær hafa gjörbreytt sýn manna á íslenskt klausturlíf á miðöldum.