Skráning hafin í Músiktilraunir 2012

musiktilraunir2012.jpgSkráning hljómsveita í Músiktilraunir 2012 hófst í dag. Magar austfirskar hljómsveitir hafa spreytt sig í keppninni í gegnum tíðina.

 

Oft er talað um að Músíktilraunir hafi verið stökkpallur fyrir ungar  og óreyndar hljómsveitir út í hinn „harða tónlistarbransa“.   Hljómsveitir á borð við Kolrössu Krókríðandi,Botnleðju,Maus,Mínus, Jakobínarínu, Agent Fresco og nú Of Monsters And Men eru ágætis vitnisburður um að ýmis ævintýri taka við að loknum tilraununum.

Þá er ónefnd austfirska hljómsveitin Dúkkulísurnar sem vann keppnina árið 1983. Austfirsk sveit hefur ekki unnið keppnina síðan.

Margar af þessum ofangreindu hljómsveitum stukku í djúpu laugina að loknum Músíktilraunum. Þær tóku upp sínar fyrstu breiðskífur, fóru í hljómleikaferðalög til fjarlægra landa, spiluðu með heimsfrægum hljómsveitum og upplifðu „rokkdrauminn“ á ýmsa vegu.

Það er ekki síst reynslan og samveran við aðra tónlistarmenn sem er svo verðmæt og mikilvægur þáttur fyrir þá sem taka þátt. Nýjar hugmyndir og hljómsveitir spretta upp og blómstra í íslensku tónlistarflórunni. Það er einmitt einn helsti tilgangur Músíktilraunanna.

Þetta er því einstakt tækifæri fyrir alla sem eru að grúska í tónlist til þess að koma fram á flottum stað með góðum græjum, fá verðmæta reynslu og kynnast öðrum íslenskum tónlistarmönnum.

Verðlaunin verða stórglæsileg, eins og undanfarin ár, en verðlaunað er fyrir fyrstu þrjú sætin, ásamt hljómsveit fólksins, gítarleikar, bassaleikara, hljómborðsleikara, söngvara/rappara, trommara, textagerð og ný verðlaun rafheili Músíktilrauna.

Opið er fyrir umsóknir frá 20. febrúar - 5. mars
Skila þarf inn 2 lögum með umsókn

Nánari upplýsingar
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
www.facebook.com/musiktilraunir1
www.musiktilraunir.is

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.