Skip to main content

Skvísudót á tombólu

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 24. jún 2021 13:21Uppfært 24. jún 2021 13:22

Þær Bryndís Bjarkadóttir, fimm ára og Þórdís Karen Bjarkadóttir, sjö ára stóðu fyrir tombólu við aðalgötuna inn til Breiðdalsvíkur á þriðjudaginn.


Í samtali við Austurfrétt sögðust þær vera með alls konar dót til sölu en tiltóku þó sérstaklega skvísudót.

Þær sögðu viðskiptin hafa verið ágæt og nokkrir viðskiptavinir komið við og keypt af þeim. Þær byrjuðu í garðinum heima hjá sér en færð sig síðan yfir á bensínplanið þar sem fleiri komu við.

Þær voru ekki búnar að ákveða hvað þær myndu gera fyrir ágóðann þegar Austurfrétt ræddi við þær.