Skip to main content

Söngkeppni undir verndarvæng heilagrar Cecilíu

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 27. des 2017 16:36Uppfært 27. des 2017 14:29

Söngkeppni heilagar Cecilíu er orðin að árvissum viðburði í kaþólska söfnuðinum á Austurlandi. Hún var í ár haldin í fyrsta sinn í hinni nýju Þorlákskirkju.


Sagt er frá söngkeppninni í nýjasta hefti Kaþólska kirkublaðsins.

Keppt er í þremur flokkum, leikskólabarna, grunnskólabarna og fullorðinna. Flest lögin eru sungin til dýrðar Guði en þar finnast einnig inn á milli þjóðlög og fleiri veraldleg lög.

Söngvarar syngja ýmist einir eða með öðrum, jafnvel í tríói. Keppnin er hörð og gefur dómnefndin sér góðan tíma á meðan gestir gæða sér á veitingum.

Eftir hléið er tilkynnt um sigurvegara. Enginn fer þó tómhentur heim því allir fá viðurkenningu fyrir þátttökuna.

Greinarhöfundur bendir á að öflugt tónlistarlíf sé í söfnuðinum, starfandi séu tveir tónlistarhópar, annar á Egilsstöðum en hinn á Reyðarfirði. Tilgangur þeirra sé ekki bara tónlistarflutningur í messum á sunnudögum heldur að hittast og æfa saman tónlist.

Keppnin er kennd við heilaga Cecilíu, verndardýrling tónlistarinnar.