Söngkeppni undir verndarvæng heilagrar Cecilíu

Söngkeppni heilagar Cecilíu er orðin að árvissum viðburði í kaþólska söfnuðinum á Austurlandi. Hún var í ár haldin í fyrsta sinn í hinni nýju Þorlákskirkju.

Sagt er frá söngkeppninni í nýjasta hefti Kaþólska kirkublaðsins.

Keppt er í þremur flokkum, leikskólabarna, grunnskólabarna og fullorðinna. Flest lögin eru sungin til dýrðar Guði en þar finnast einnig inn á milli þjóðlög og fleiri veraldleg lög.

Söngvarar syngja ýmist einir eða með öðrum, jafnvel í tríói. Keppnin er hörð og gefur dómnefndin sér góðan tíma á meðan gestir gæða sér á veitingum.

Eftir hléið er tilkynnt um sigurvegara. Enginn fer þó tómhentur heim því allir fá viðurkenningu fyrir þátttökuna.

Greinarhöfundur bendir á að öflugt tónlistarlíf sé í söfnuðinum, starfandi séu tveir tónlistarhópar, annar á Egilsstöðum en hinn á Reyðarfirði. Tilgangur þeirra sé ekki bara tónlistarflutningur í messum á sunnudögum heldur að hittast og æfa saman tónlist.

Keppnin er kennd við heilaga Cecilíu, verndardýrling tónlistarinnar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.