Soroptimistar selja kærleikskúluna og jólaóróann

Soroptimistaklúbbur Austurlands stendur um helgina fyrir sölu á kærleikskúlu og jólaórá til að afla fjár fyrir Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra (SLF). Hluti ágóðans nýtist í heimabyggð.

Þetta er í fimmtánda sinn sem klúbburinn tekur þátt í átakinu. Á landsvísu fer ágóðinn af sölu kúlunnar reksturs sumarbúða SLF í Reykjadal en nokkur fötluð börn af Austurlandi hafi notið dvalar þar í gegnum árin. Ágóðinn af af óróanum fer til Æfingastöðvar SLF.

Þá renna 1000 krónur af hverjum seldum hlut til að styðja fötluð börn og ungmenni á Austurlandi. Síðast var iðjuþjálfun HSA færður sérstakur stóll sem nýtist við iðjuþjálfun barna með hreyfihömlun, en af eldri verkefnum má nefna lyftu fyrir fólk með hreyfihömlun sem gefin var sundlaug Egilsstaða.

Kærleikskúlan fær nýtt útlit á hverju ári og er hönnuð af fremstu listamönnum þjóðarinnar. Kúla ársins kallast ÞÖGN og er eftir Finnboga Pétursson. Hún geymir sekúndu langa upptöku sem Finnbogi gerði á Arnarstapa á sumarnóttu árið 1986. Kúlan er blásin og því eru engar tvær eins.

Jólaóróinn er sömuleiðis endurhannaður á hverju ári. Að þessu sinni eru það grafíski hönnuðurinn Siggi Odds og rithöfundurinn Þórdís Gísladóttir sem túlka jólasveininn Bjúgnakræki.

Vörurnar eru seldar á tímabilinu 3. – 17. desember. Á þessum tíma verða félagar úr Soroptimistaklúbbi Austurlands meðal ananrs með sölu í anddyri Níunnar á Egilsstöðum og í Kjörbúðinni á Seyðisfirði. Enn fremur eru vörurnar seldar í gegnum heimasíðu klúbbsins, systur.is/austurland.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.