Sparifataklæddir flokksstjórar
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 06. sep 2010 10:01 • Uppfært 08. jan 2016 19:21
Flokksstjórar í Vinnuskóla Fljótsdalshéraðs breyttu um stíl seinasta
vinnudaginn. Flokksstjórarnir mættu þá íklæddir sínu fínasta pússi og
óku í hóp á tækjum sínum, til dæmis sláttuvélum, um götur Egilsstaða.
Við komuna aftur í áhaldahús Fljótsdalshéraðs stilltu þeir sér upp fyrir Agl.is. Þeir eru, frá vinstri: Hjalti Jón Sverrisson, Jóhann Valur Klausen, Þráinn Sigvaldason, Björn Benediktsson og Óttar Brjánn Eyþórsson.