Steina-Petra flakkar um Austurland

Fimm sýningar verða á leikverkinu Petra á Austurlandi næstu daga og sú fyrsta í Sláturhúsinu á Egilsstöðum í kvöld.



Leikverkið Petra er eftir Brogan Davison, Pétur Ármannsson og Björn Leó Brynjarsson, en viðfangsefnið er Frú Petra Sveinsdóttir eða Steina-Petra eins og hún var gjarnan kölluð í lifanda lífi. Petra var þjóðþekkt en hún kom upp stærsta steinasafni í veröldinni í einkaeign við heimili sitt á Stöðvarfirði.

Leikhópurinn Dance For Me sem stendur að sýningunni sýndi verkið nýverið á leiklistarhátíðinni í Tampere við góðan orðstír en hátíðin er sú stærsta sinnar tegundar á Norðurlöndum. Verkið var frumsýnt á leiklistarhátíðinni LÓKAL í ágúst 2014.


Man helst eftir því þegar amma steikti lummur

Petra var langamma Péturs Ármannssonar, eins höfunda verksins og hefur hann búið til ásamt samverkafólki sínu hjartnæma, skrýtna og skemmtilega leiksýningu sem hefur að innblæstri leit þessarrar merku konu að horfnum munum sem eru færðir upp á yfirborðið.

„Það var mjög krefjandi að skapa þessa sýningu þar sem efniviðurinn stendur svo nærri hjarta," segir Pétur í samtali við Austurfrétt. „Við þurftum að passa okkur á falla ekki í væmni og volæði heldur reyna frekar að fanga anda langömmu, en ég minnist hennar sem kraftmikils húmorista með brennandi lífsmóð."

Pétur segir part af vinnunni hafa verið að endurheimsækja æskuminningarnar sem hann var flestum búinn að gleyma. „Ég man helst eftir reykfylltu eldhúsinu í Steinasafninu á meðan langamma steikti skonsur handa fjölskyldunni."

Sýnt verður á Egilsstöðum, Seyðisfirði, Vopnafirði, Reyðarfirði og að lokum á Stöðvarfirði. Allar sýningarnar hefjast klukkan 20:00.

  • 25. maí - Sláturhúsið á Egilsstöðum
  • 26. maí - Herðubreið á Seyðisfirði
  • 27. maí - Mikligarður á Vopnafirði
  • 28. maí - Félagslundur á Reyðarfirði
  • 29. maí - Grunnskólinn á Stöðvarfirði

Miðaverð er 2000 krónur og aðeins er tekið við reiðufé. Miðapantanir fara fram gegnum netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Nánar má fylgjast með viðburðinum hér.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.