Stelpurokk; Tónar, litir og búningar sem áhorfendur geta ekki gleymt

Seinni sýning tónlistarveislunnar Stelpurokk verður í Egilsbúð á laugardagskvöldið, en sú fyrri heppnaðist afar vel og hlaut einróma lof áhorfenda. 


Rokkveislan var lengi í höndum tónleikafélagsins Brján en undanfarin ár hefur Hljóðkerfaleiga Austurlands borið hita og þunga þeirra. 

Þemað í ár er „stelpurokk“ og Guðjón Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri Hljóðfæraleigu Austurlands, segir þemað hverju sinni vera valið af litlum rýnihóp. 

„Það er búið að fara í gegnum marga flokka á þessum árum, en í ár fannst okkur við eiga svo ótrúlega margar hæfileikaríkar söngkonur í kringum okkur og ákváðum að nýta okkur það. Það er mjög breið lagaflóra sem við höfðum úr að moða og aðal vinnan okkar var í því fólgin að skera niður og finna lög sem henta sýningunni þannig að hún yrði sem breiðust, en það er töluvert rokk í þessu, það verður að segjast.“

Þegar Guðjón Birgir er spurður að því hverju áhorfendur megi eiga von á segir hann; „Tónum sem þeir hafa ekki heytr áður, litum sem þeir hafa ekki séð áður og búningum sem þeir munu ekki geta gleymt.“


Sammældust um að gera flotta og þétta sýningu

Að sýningunni stendur samheldinn hópur sem hefur staðið í ströngu undanfarnar vikur, en sjö austfirskar söngkonur taka þátt í uppfærslunni, fjögurra manna hljómsveit og þrír tæknimenn. 

Hrafna Hanna Elísa Herbertsdóttir er að taka þátt í sinni þriðju rokkveislu, en hún er áhorfendum að góðu kunn en hún var sigurvegari síðustu Idolkeppninnar á Íslandi, árið 2009.

„Sú reynsla hefur nýst mér alveg ágætlega þó svo ég hafi ekki verið að syngja mikið opinberlega. Undirbúningurinn fyrir sýninguna gekk mjög vel, það gengu allir inn í þetta verkefni jákvæðir og með fulla hreinskilni, það eru allir vinir og hafa sammælst um að gera flotta og þétta sýningu,“ segir Hrafna Hanna.  

stelpurokk3

 stelpurokk1

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.