Skip to main content

Stofna samtök skapandi fólks á Austurlandi

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 01. mar 2013 17:23Uppfært 08. jan 2016 19:23

samfelagid_skapandisamtok.png
Hópur sem kallar sig „SAM félagið“ hefur boðað til fyrsta félagsmannafundar og sýningar í Sláturhúsinu á Egilsstöðum á morgun. Félagið er opið þeim sem starfa í einn eða á annan hátt í skapandi greinum.

Stofnfundurinn er klukkan 18:00 en strax eftir hann, eða klukkan 20:00, opnar sýningin fyrsta sýning hópsins.

Félagið er opið þeim sem starfa á einn eða annan hátt í skapandi greinum og hafa áhuga á að skapa sér atvinnu á þeim vettvangi.

Nýir félagar velkomnir á fundinn. Á honum verða tillögur að starfsemi félagsins kynntar og „skapandi umræður“ í kjölfarið.

Sýningin stendur til 31. mars.