Skip to main content

Styrktarleikur Rafns Heiðdals: Fyrir mestu að lifa þetta af

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 25. ágú 2010 12:55Uppfært 08. jan 2016 19:21

rabbi_agodaleikur_0113_web.jpg Rafn Heiðdal, knattspyrnumaður frá Djúpavogi, þakkaði stuðninginn eftir ágóðaleik sem haldinn var á Egilsstöðum fyrir hann seinasta föstudagskvöld. Rafn hefur í sumar barist við krabbamein og heldur þeirri baráttu áfram.

 

Leikmönnum var skipt í tvö lið, ungir á móti gömlum. Landsliðsþjálfarinn Ólafur Jóhannesson stýrði eldra liðinu og lék í vörn þess stóran hluta síðari hálfleiks. Yngra liðinu stýrði Guðlaugur Guðjónsson sem þjálfari Rafn hjá Neista í yngri flokkum og síðar Hetti í meistaraflokki.

rabbi_agodaleikur_0032_web.jpg Leikmenn keyptu sig inn í liðinu og gátu síðar keypt sér bæði víta- og aukaspyrnur til að fjölga marktækifærum. Fyrsta markið kom úr slíkri spyrnu sem Hilmar Gunnlaugsson keypti og tók en tvær spyrnur fóru síðar í súginn.

Undir lok leiksins var allt yngra liðið sent inn á til að reyna að jafna en eldra liðið var þá 3-1 yfir. Það tókst, þrátt fyrir hetjulega tilburði markvarðar eldra liðsins, Magnúsar Jónassonar.

Yngra liðið vann síðan í vítaspyrnukeppni en það var Rafn sjálfur sem tók fyrstu spyrnu þess og skoraði úr henni.

rabbi_agodaleikur_0110_web.jpgRafn, sem er 23ja ára Djúpavogsbúi, ávarpaði gesti í leikslok og þakkaði þeim fyrir stuðninginn. Krabbameinið greindist í byrjun sumars og hefur hann síðan verið í lyfja- og geislameðferðum sem halda áfram. „Það er fyrir mestu að lifa þetta af,“ sagði hann í leikslok.

Um þrjú hundruð þúsund krónur söfnuðust á leiknum, fyrir utan fé sem austfirsk fyrirtæki gáfu til söfnunarinnar. Hægt er að styrkja Rafn með að leggja inn á reikning 1147-05-401910 á kennitölu 191087-3729.

rabbi_agodaleikur_0003_web.jpgrabbi_agodaleikur_0013_web.jpgrabbi_agodaleikur_0037_web.jpgrabbi_agodaleikur_0073_web.jpgrabbi_agodaleikur_0080_web.jpgrabbi_agodaleikur_0100_web.jpgrabbi_agodaleikur_0104_web.jpgrabbi_agodaleikur_0107_web.jpg