Sumarmál í Sláturhúsinu
Þessa dagana er sýningin "Sumarmál" opin í Vegahúsinu í Sláturhúsinu. Þar sýnir Ingunn Þráinsdóttir plöntuteikningar og textílhönnun í tengslum við listamannadvöl sína í Vesterålen í norður-Noregi haustið 2010.
Opnun sýningarinnar var 16. apríl síðastliðinn og tókst afar vel til. Á sýningunni eru tuttugu og ein teikning ásamt prótótýpum af textíllínunni FLÓRU. Öll verk sýningarinnar eru til sölu og er verðinu haldið í lægri kantinum.
Í sumar verður síðan haldið í ferðalag með sýninguna þar sem hún verður sett upp á Vopnafirði, Djúpavogi og Sortlandi í Vesterålen í norður-Noregi.
Sýningin stendur til 30. apríl og eru allir hjartanlega velkomnir.
Facebook viðburður sýningarinnar: http://www.facebook.com/editprofile.php?sk=picture#!/event.php?eid=121995881209876