Sumarmálagleði Kvenfélagsins Bjarkar á morgun

ormsteiti_dagur1_0003_web.jpgSumarmálagleði Kvenfélagsins Bjarkar verður haldin í Hjaltalundi annað kvöld. Á dagskránni verður söngur, gleði, glens og gaman.

 

Þröstur og Hólmfríður frá Borgarfirði troða upp með söng, Hjartafimmurnar koma fram og Leikfélag Fljótsdalshéraðs frumsýnir einþáttung. Í hléi verður boðið upp á kaffiveitingar.

Á staðnum verður einnig tombóla þar sem vinningar verða á alla miða.

Aðgangseyrir á skemmtunina er 2.000 krónur og hefst hún klukkan 20:30. Allur ágóði rennur til líknarmála.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.