Sumarmálagleði Kvenfélagsins Bjarkar á morgun
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 15. apr 2011 13:31 • Uppfært 08. jan 2016 19:22
Sumarmálagleði Kvenfélagsins Bjarkar verður haldin í Hjaltalundi annað kvöld. Á dagskránni verður söngur, gleði, glens og gaman.
Þröstur og Hólmfríður frá Borgarfirði troða upp með söng, Hjartafimmurnar koma fram og Leikfélag Fljótsdalshéraðs frumsýnir einþáttung. Í hléi verður boðið upp á kaffiveitingar.
Á staðnum verður einnig tombóla þar sem vinningar verða á alla miða.
Aðgangseyrir á skemmtunina er 2.000 krónur og hefst hún klukkan 20:30. Allur ágóði rennur til líknarmála.
Á staðnum verður einnig tombóla þar sem vinningar verða á alla miða.
Aðgangseyrir á skemmtunina er 2.000 krónur og hefst hún klukkan 20:30. Allur ágóði rennur til líknarmála.