Sundlaugin á Egilsstöðum lokuð vegna töku á Fortitude

Tökur á spennuþáttunum Fortitude hófust á þriðjudag á ný og standa til föstudagsins 22. apríl. Búast má við einhverjum töfum á umferð af þeim sökum en tilkynnt er um það með fyrirvara um veður og vinda.


Föstudagur 8. apríl: Egilsstaðir og Fjarðarheiði

09:00-20:00 Tökur verða á Egilsstaðaflugvelli, sundlauginni á Egilsstöðum og við rafstöðvarhús Isavia á Fjarðarheiði.

Gera má ráð fyrir því að sundlaugin á Egilsstöðum verði lokuð frá klukkan 09:00 til 14:00.

Mögulegar umferðartafir á Fjarðarheiði, hluta úr degi.

Laugardagur 9. apríl Reyðarfjörður

08:00-19:00 Tökur verða við bátarampinn við smábátahöfnina og Tærgesen. Umferðatafir verða á Ægisgötu og Búðargötu.

Mánudagur 11. apríl: Norðfjörður og Reyðarfjörður

08:00-19:00 Tökur verða við Sementsverksmiðju BM Vallá á Norðfirði og á Austurvegi 24, Reyðarfirði. Umferðatafir verða seinnipartinn við gatnamót Austurvegar og Ægisgötu.

Þriðjudagur 12. apríl: Reyðarfjörður:

08:00-19:00 Tökur verða við Austurveg 24. Umferðatafir verða seinnipartinn við gatnamót Austurvegar og Ægisgötu.

Í tilkynningu frá Pegasus er beðist velvirðingar á þeim óþægindum sem tökurnar kunna að valda íbúum en vonast til að þeir sýni skilning og þolinmæði.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.