Sveinbjörg sýnir Hrafna-Flóka í gallerí Klaustri
Opnuð hefur verið í gallerí Klaustri á Skriðuklaustri sýning Sveinbjargar Hallgrímsdóttur, listakonu á Akureyri, á myndskreytingum við norska sögu um Hrafna-Flóka.
Útgáfa bókarinnar var samvinnuverkefni milli sveitarfélagsins Sveio á vesturströnd Noregs, norska sendiráðsins á Íslandi og fleiri aðila.
Skáldkonan Sylvien Vatle var fengin til að skrifa sögu um þennan frækna víking og Sveinbjörg var valin til að myndskreyta verkið sem kom út í Noregi haustið 2010 og er nýkomin út á Íslandi hjá bókaútgáfunni Hólum.
Á sýningunni í gallerí Klaustri eru 12 grafíkverk. Hún stendur til 29. júní og er opin alla daga kl. 10-18.