Svipmyndir frá sumrinu: LungA 2011
Listahátíð ungs fólks á Seyðisfirði, LungA, var haldin með miklum glæsibrag í ár líkt og þau síðustu. Hátíðinni lauk á miklum útitónleikum þar sem fram komu meðal annars Gus Gus með gestum úr Hjaltalín, Sin Fang, Reptile & Retard frá Danmörku, Mammút og Berndsen. Undirbúningur fyrir hátíðina 2012 er þegar hafinn en annað kvöld verður áramótapartý í Herðubreið til styrktar hátíðinni. Agl.is fangaði stemminguna á lokatónleikunum í sumar.