Skip to main content

Syndaaflausn á Breiðdalsvík

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 06. júl 2011 20:59Uppfært 08. jan 2016 19:22

Snjólfur Gíslason þúsundþjalasmiður á Breiðdalsvík, útgerðamaður og fyrrum handrukkari er að færa út kvíarnar.

snjolfur_syndaaflausn.jpgEftir að vera hættur fastri vinnu kominn á eftirlaun, ákvað Snjólfur að söðla um. Hann hóf útgerð, keypti trillu sem hann er að klára að gera upp og gera klára til strandveiða.

Þar sem strandveiðarner eru ekki fullt starf ákvað hann að fá sér aukavinnu og veitir nú þeim er þess óska synaaflausn í smá horni aðstöðuhúss sem annars er notað þegar hann dittar að trillunni og þjónar honum trúlega sem skrifstofa í útgerðavafstrinu.  Einnig er aðstaðan notuð til smíða en Snjólfur er smiður góður og smíðar allskonar smáhluti og skrautmuni úr tré.

Snjólfur setti upp að þessu tilefni sérbúinn klefa þar sem hann sinnir syndaaflausnum fyrir þá er þess þurfa og á annað borð hafa vilja og nennu til þessa arna.

snjolfur_gislason.jpg