Skip to main content

Sýning í Skriðuklaustri samanstendur af verkum sem listakonan tengir við átthagana í Fljótsdal

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 04. ágú 2016 16:25Uppfært 04. ágú 2016 17:18

Á morgun, föstudag, verður opnuð sýningin „Þræðir - liggja að hjartarótum“ í gallerí Klaustri á Skriðuklaustri. Eyrún Axelsdóttir myndlistarkona ættuð frá Bessastöðum í Fljótsdal tileinkar foreldrum sínum sýninguna.


Eyrún Axelsdóttir er ættuð frá Bessastöðum í Fljótsdal, dóttir hjónanna Axels Jónssonar og Margrétar Eyjólfsdóttur. Hún er leikskólakennari að mennt og hefur búið á Höfn í Hornafirði undanfarin 36 ár. Frá árinu 2010 hefur hún eingöngu unnið við list sína og málar aðallega í olíu og með vatnslitum auk þess að teikna, þæfa ull, vinna pappír oog fleira.

Hún tileinkar foreldrum sínum sýnunguna sem opnuð verður í Skriðukaustri klunna 17:00 á morgun. „Sýningin samanstendur af verkum eftir mig sem ég tengi við átthagana bæði í myndum og rituðu máli. Einnig af tveimur myndum eftir föður minn. Nafnið á sýningunni lýsir tengslum mínum og tilfinningum til uppruna míns, það lýsir hversu sterk og hjartfólgin þau eru. Þræðir liggja út um allt og eru óreglulegir að því er virðist. Engir þræðir eru eins en eiga þó það sameiginlegt að eiga sér rætur frá einum ákveðnum stað. Mínar rætur eru djúpar, mínir þræðir eru allt um vefjandi,“ segir Eyrún í tilkynningu.

Sýningin stendur út ágúst í gallerí Klaustri og er opin alla daga kl. 10-18.