Sýningin innblásin af lífshamingju og ást

„Þegar ég var að skapa verkin fyrir sýninguna fékk ég óvæntan innblástur. Ég kynntist stúlku í Reykjavík sem ég er orðinn ástfanginn af, en hún hefur verið mér innblástur og veitt mér mikla gleði undanfarna mánuði,“ segir listamaðurinn Odee, en listasýningin hans, Norse, verður formlega opnuð á Egilsstaðaflugvelli næstkomandi fimmtudag.


Á sýningunni, sem mun standa til 14. febrúar næstkomandi, eru tvö álverk, sem hvort um sig eru 2,5 metrar. „Saman mynda þau fimm metra verk sem ég nefni Jötunheima, en það er stærsta álverk sem ég hef gert hingað til. Sýniningin dregur innblástur frá austfirskri menningu og norrænni goðafræði,“ segir Odee.

Odee segir ástina og stúlkuna sína sinn helsta innblástur. „Eitt verkanna á sýningunni skapaði ég með hana í huga og leyfði henni að taka þátt í sköpunarferlinu með mér, en hún varðveitir leyndarmálið um nákvæmlega hvaða verk það er. Ástin og lífshamingjan eru því undirliggjandi grunnur við gerð þessarar sýningar þar sem öll verkin voru sköpuð á þessum kafla lífs míns.“

 


Stefnir í að 2017 verði metár

Af hverju þessi staðsetning á sýningu? „Ég flýg sjálfur dálítið mikið og hafði alltaf haft augastað á þessu rými, biðsal flugstöðvarinnar. Þarna gæti ég bætt upplifun og aukið ánægju sem flestra ferðalanga um Austurland og kynnt þeim fyrir austfirskri nútímalist.“

Það stefnir í að næsta ár verði metár hjá mér því verkefnabeiðnir hrannast inn á borð til mín. Það er ákveðinn sigur fyrir listamanninn að geta valið sér verkefni, og ráðið tímanum sínum í listsköpuninni. Ég er allavega með skipulagðar sýningar bæði heima og ytra á fyrsta fjórðungi næsta árs.“

 

Odee sýning á EGSflugvelli2

Odee sýning á EGSflugvelli3

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.