„Það er alltaf einhver heilagleiki yfir því að spila í kirkju“

„Það er alltaf gaman að koma austur og sjálfur hef ég aldrei spilað í Bláu kirkjunni þannig að ég er mjög spenntur,“ segir Jónas Sigurðsson í Ritvélum framtíðarinnar, en sveitin heldur tónleika á Seyðisfirði í kvöld.

„Við erum í útilegutúr um landið með mökum og börnum þannig að þetta er mikið stuð. Sumarlífið á Seyðisfirði er alveg einstakt þannig að við erum mjög spennt. Við spiluðum í kirkjunni í Vík í Mýrdal í gær og það er alltaf einhver heilagleiki yfir því að spila í kirkju og við hlökkum mikið til í kvöld,“ segir Jónas.

Jónas segir að dagskrá kvöldsins verði góð blanda. „Við verðum með eitthvað nýtt efni sem enn er í vinnslu í bland við það gamla og góða. Einnig ætlum við að vekja upp gömul lög sem við erum ekki völ að spila – en það er alltaf kúnst að spila fyrir hóp þar sem einhverjir eru að koma í fyrsta skipti og aðrir hafa kannski komið margoft á tónleika. Ég vonast bara til þess að sjá sem flesta, þetta verður alveg yndislegt kvöld.“

Nánar er hægt að fylgjast með tónleikunum hér. Hægt er að kaupa miða á Miði.is eða við innganginn.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.