![](/images/stories/news/2017/oskudagur2017/oskudagur_2017_0027_web.jpg)
Teiknimyndafígúrur og ræningjar á ferð á öskudaginn – Myndir
„Eru peningar þarna inni?“ spurði hópur ræningja sem heimsótti skrifstofu Austurfréttar um hádegisbilið. Viðkomandi benti á rafmagnstöfluna og fékk þau svör að hann fengi ekkert upp úr innbroti í skápinn nema straum.
Nemendur úr grunnskólunum þremur á Fljótsdalshéraði: Fellabæ, Egilsstöðum og Brúarási hafa í dag gengið á milli fyrirtækja og stofnana íklæddir skrautlegum búningum og sungið gegn því að fá nammi.
Ekki hefur verið hægt að greina neina ákveðna línu í lagavalinu. Lagið um litina, Krummi krunkar úti og Sá ég spóa hafa notið nokkurrar vinsælda. Blessunarlega hefur þó verið minna um lög úr Júróvision en oft áður – nema þá í mesta lagi fyrri keppnum.