Skip to main content

„Þetta er hluti af sögunni“

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 28. ágú 2017 09:00Uppfært 28. ágú 2017 09:20

„Við erum hér með gamlan, lítinn skriðdreka sem á að vera til minningar um stríðsárin á Reyðarfirði,“ segir Sigfús Guðlaugsson, en fyrir hans tilstilli hefur Stríðsárasafninu áskotnast nokkur ökutæki frá stríðsárunum.


Sigfús, eða Róri eins og hann er gjarnan kallaður, hefur mikinn áhuga á sögu bæjarfélagsins og ekki síst stríðsárunum. Ekki nóg með að hann hafi útvegað safninu bíla þá lét hann einnig flytja loftvarnarbirgi á safnið sem var á þeim stað sem verslunarmiðstöðin stendur núna.


Að austan á N4 skoðaði drekann og loftvarnarbirgið á dögunum.