![](/images/stories/news/2017/Skriðdreki_á_Reyðarfirði_1200.jpg)
„Þetta er hluti af sögunni“
„Við erum hér með gamlan, lítinn skriðdreka sem á að vera til minningar um stríðsárin á Reyðarfirði,“ segir Sigfús Guðlaugsson, en fyrir hans tilstilli hefur Stríðsárasafninu áskotnast nokkur ökutæki frá stríðsárunum.
Sigfús, eða Róri eins og hann er gjarnan kallaður, hefur mikinn áhuga á sögu bæjarfélagsins og ekki síst stríðsárunum. Ekki nóg með að hann hafi útvegað safninu bíla þá lét hann einnig flytja loftvarnarbirgi á safnið sem var á þeim stað sem verslunarmiðstöðin stendur núna.
Að austan á N4 skoðaði drekann og loftvarnarbirgið á dögunum.