„Þetta er hluti af sögunni“

„Við erum hér með gamlan, lítinn skriðdreka sem á að vera til minningar um stríðsárin á Reyðarfirði,“ segir Sigfús Guðlaugsson, en fyrir hans tilstilli hefur Stríðsárasafninu áskotnast nokkur ökutæki frá stríðsárunum.


Sigfús, eða Róri eins og hann er gjarnan kallaður, hefur mikinn áhuga á sögu bæjarfélagsins og ekki síst stríðsárunum. Ekki nóg með að hann hafi útvegað safninu bíla þá lét hann einnig flytja loftvarnarbirgi á safnið sem var á þeim stað sem verslunarmiðstöðin stendur núna.


Að austan á N4 skoðaði drekann og loftvarnarbirgið á dögunum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.