![](/images/stories/news/2016/ormsteiti_2016/ormsteiti_hverfaleikar_2016_0263_web.jpg)
„Þetta er virkilega spennandi og lifandi starf“
„Hlutverk framkvæmdastjóra er meðal annars að skipuleggja og stýra henni í samvinnu við stjórn og aðra aðila og vinna að fjármögnun hennar,“ segir Óðinn Gunnar Óðinsson, atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi Fljótsdalshéraðs, en auglýst er eftir framkvæmdastjóra Ormsteitis sem fram fer á Egilsstöðum um miðjan ágúst.
„Þetta er virkilega skemmtilegt og lifandi starf sem hentar hugmyndaríkum og útsjónarsömum einstaklingum Það er orðin nokkur hefð á hátíðinni sem samanstendur meðal annars af karnivali, hverfaleikum, tónleikum og fleiri skemmtilegum uppákomum. Það er þó þannig að hver stjórnandi hefur möguleika á að leggja sitt mark á hana hverju sinni og koma með hugmyndir eftir sínu höfði, til dæmis með vali á listafólki. Starfið hentar vel þeim sem hafa gaman af samskiptum við fólk, njóta sín vel í verkefnastjórnun og hafa brennandi áhuga á að gera veg hátíðarinnar sem mestan.
Hátíðin fer fram dagana 9. - 13. ágúst. Í ár verða 70 ár frá því Egilsstaðakauptún var formlega stofnað og er fyrirhugað að sá viðburður muni setja mark sitt á hátíðina að þessu sinni.
Starf framkvæmdastjóra er hlutastarf, en viðkomandi þarf að geta sinnt því af og til frá vormánuðum og í fullu starfi í júlí og fram að miðjum ágúst. Starfið gæti hugsanlega einnig hentað tveimur samhentum einstaklingum.
Umsóknarfrestur er til 10. mars 2017. Umsóknum skal skilað til: Stjórn Ormsteitis, Lyngási 12, 700 Egilsstaðir eða á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Nánari upplýsingar veitir Óðinn Gunnar í síma 4700700.