„Þetta verður tryllt stuð“ – helgin á Austurlandi

„Hvað er betra en gæðastund með börnunum á dansgólfinu, en það ríkir mikil spenna á heimilinu og allir eru búnir að velja sér viðeigandi diskóföt,“ segir Berglind Häsler, bóndi á Karlsstöðum, en þar verður haldið dúndrandi krakkadiskótek í Havarí á morgun.



Berglind segir hugmyndina hafa kviknað í sumar þegar FB Belfast héldu tónleika á sama stað og krakkarnir á bænum fengu að vera viðstödd þegar sveitin var að stilla upp og hljóðprufa.

„Þeim þótti það svo skemmtilegt að við ákváðum að prófa. Þetta er svo einfalt, Prinsinn setur bara á sig kórónuna, hendir í nokkra slagara og allir brjálast á dansgólfinu,“ segir Berglind.

Berglind segir það oft gleymast að bjóða upp á eitthvað skemmtilegt fyrir börn. „Flestir fullorðnir á svæðinu hafa komið og tekið sporið á dansgólfinu í hlöðunni og nú er kominn tími á krakkana. Við hvetjum foreldra til að koma með, en það er svo gaman að gera sér dagamun með börnunum sínum um helgar og svo er líka svo frelsandi að dansa?“

Diskóið verður milli klukkan 13:00 og 15:00 á morgun, aðgangur ókeypis og hægt að kaupa sér kaffi og kökur. Nánar má lesa um viðburðinn hér.

Fjölmargt annað verður um að vera í fjórðungnum um helgina.

Ljótu hálfvitarnir í Valaskjálf

Stórtónleikar verða í Valaskjálf annað kvöld þegar snillingarnir í Ljótu hálfvitunum stíga á stokk. Nánar má lesa um viðburðinn hér.

Tolli Marthens með opinn fyrirlestur um núvitundarhugleiðslu

Hin árlega hvíldarhelgi Krabbameinsfélags Austfjarða og Krabbameinsfélags Austurlands verður haldin á Eiðum um helgina. Á laugardaginn mun Tolli Morthens halda fyrirlestur um núvitundarhugleiðslu sem er öllum opinn. Viðtal við Tolla vegna þessa má lesa hér.

 

Garðahlaupið 
Garðahlaupið í Neskaupstað fer fram á laugardaginn en samhliða uppbyggingu ofanflóðavarna á staðnum hafa verið lagðir göngustígar sem nýtast útivistarfólki afar vel. Hlaupið er til styrktar yngriflokka starfi Þróttar og fæðingardeildinni á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað. Nánar má lesa um viðburðinn hér.

 

Ófrumlegt í Skaftfelli
Sýningin Ófrumlegt verður opnuð í Skaftfelli á Seyðisfirði á laugardaginn, en hún er afritun, fjölritun og ritstuld í samstarfi við LungA skólann. Um sýninguna má lesa hér.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.