Töframaðurinn Einar Mikael á ferð um Austurland
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 02. nóv 2011 22:21 • Uppfært 08. jan 2016 19:22
Töframaðurinn Einar Mikael heimsækir Austurland um helgina og sýnir á fjórum stöðum.
Fyrsta sýningin verður á morgun, fimmtudaginn 3. nóvember í Miklagarði á Vopnafirði klukkan 20.00, föstudag á Kaffihúsinu á Eskifirði klukkan 16:00 og 21:00, í Nesskóla í Neskaupstað klukkan 15:00 á laugardag og loks í Sindrabæ á Höfn klukkan 15:00 á sunnudag.
Einar lýsir sýningum sínum sem samblandi af áhrifamiklum töfrum og húmor sem henti vel bæði börnum og fullorðnum. Eitt beittasta vopn hans eru töfrabrögð í návígi. Þá gefst fólki kostur á að sjá töfrabrögðin gerast beint fyrir framan sig og jafnvel í höndunum á sér en ekki úr fjarlægð uppi á sviði. Einar tekur þá ekki endilega athygli allra á staðnum í einu heldur einbeitir hann sér jafnvel að færri í einu og færir sig á milli fólks.
Auk sýninga á Íslandi hefur Einar Mikael sýnt í Bandaríkjunum, Noregi, Svíþjóð og í Færeyjum.
Hver sýning er um 70 mínútna löng og ekkert hlé er tekið. Miðaverð er 1500 krónur.
Einar lýsir sýningum sínum sem samblandi af áhrifamiklum töfrum og húmor sem henti vel bæði börnum og fullorðnum. Eitt beittasta vopn hans eru töfrabrögð í návígi. Þá gefst fólki kostur á að sjá töfrabrögðin gerast beint fyrir framan sig og jafnvel í höndunum á sér en ekki úr fjarlægð uppi á sviði. Einar tekur þá ekki endilega athygli allra á staðnum í einu heldur einbeitir hann sér jafnvel að færri í einu og færir sig á milli fólks.
Auk sýninga á Íslandi hefur Einar Mikael sýnt í Bandaríkjunum, Noregi, Svíþjóð og í Færeyjum.
Hver sýning er um 70 mínútna löng og ekkert hlé er tekið. Miðaverð er 1500 krónur.