Töfrandi tónleikar tónlistarskólanna á Héraði: Myndir
Tónlistarskólarnir á Fljótsdalshéraði stóðu nýverið fyrir sameiginlegum tónleikum í Fellaskóla. Skólarnir eru þrír: í Brúarási, Fellabæ og á Egilsstöðum en síðastnefndi skólinn rekur deild á Hallormsstað. Margir efnilegir tónlistarmenn komu fram á tónleikunum. Austurfrétt mætti á staðinn og fangaði nokkur vel valin augnablik.