Það er alveg satt! eftir Vigfús Ingvar Ingvarsson

Vigfús Ingvar Ingvarsson, fyrrum sóknarprestur á Egilsstöðum hefur skrásett ævisögu kristniboðanna Kjellrunar Langdal og Skúla Svavarssonar.

„Þetta er ævisaga þeirra hjóna en um leið fróðleikur um kristniboð og staðhætti og aðstæður í Eþíópíu og Kenýa, einkum Pógothérað vestast í Kenýa, þar sem þau störfuðu lengi,“ segir Vigfús Ingvar.

„Þegar ég var beðinn um að skrifa þessa bók fylgdi það með að ég fékk að fara með Skúla um Pógothéraðið þar sem verið var að halda upp á 40 ára afmæli norsk-íslenska kristniboðsins þar.“

Rithöfundalestin hefur verið árviss viðburður á Austurlandi þar sem landsþekktir rithöfundar, í bland við austfirska höfunda, hafa lesið upp úr nýútkomnum verkum sínum. Rithöfundalestin 2020 er samstarfsverkefni Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri, menningarmálanefndar Vopnafjarðarhrepps, Skaftfells menningarmiðstöðvar á Seyðisfirði, Menningarstofu Fjarðabyggðar, menningarmálanefndar Djúpavogs og Austurfréttar/Austurgluggans.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.