"Markmiðið er að leita leiða og skapa ný tækifæri fyrir ungt fólk"

Verkefnastjórar #getACTive og Fjarðabyggð óska eftir þátttakendum sem hafa áhuga á málefnum ungs fólks, til þess að taka þátt í verkefninu #getACtive sem fram fer á Reyðafirði í júlí.



Um er að ræða námskeið sem styrkt er af Evrópu unga fólksins og mun fara fram á Reyðarfirði 19-25. júlí næstkomandi.

„Hugmyndin að verkefninu kviknaði á námskeiði í Sarajevo í Bosníu síðasta sumar, þar sem við leiðtogar verkefnisins kynntumst og komumst að því að bæjarfélög okkar á Íslandi og í Austurríki, hafa álíka viðfangsefni sem þarf að vinna að,“ segir Sonja Einarsdóttir, verkefnastjóri og forstöðumaður Zveskjunnar á Reyðarfirði. Auk koma þau Jóhanna Guðnadóttir, Maeve Doyle og Micheal Domian að verkefninu.

Á námskeiðinu munu koma saman 30 þátttakendur frá fimm löndum, Austurríki, Slóveníu, Póllandi, Bretlandi og Íslandi. Gist verður í grunnskóla Reyðarfjarðar sem jafnframt verður aðal bækistöðin, auk þess ferðast verður um fjórðunginn. Þátttakendur fá innifalda gistingu, mat og fá þátttakendur sem búa í 100 kílómetra fjarlægð eða meira, ferðastyrk.


Um hvað snýst námskeiðið?

„Við komumst að því að á þessum stöðum er brottflutningur ungs fólks mikill vegna skóla, vinnu og annarra þátta, en auk þess er skortur á tækifærum fyrir ungt fólk, lítið er um tómstunda­ félagsstarfsemi utan menntaskóla fyrir ungmenni frá 16 ára aldri.

Ungu fólki á landsbyggðinni býðst ekki oft þau tækifæri sem eru í stærri byggðarkjörnum eða á höfuðborgarsvæðinu, auk þess sem lítið er um skipulagt starf eða kerfi fólk frá 16 ára aldri. Meiri hætta er því á að einstaklingar einangrist félagslega, leiðist út í óæskilega hegðun svo sem neyslu áfengis eða vímuefna eða óhóflega tölvunotkun.

Markmið verkefnisins er því að leita leiða og skapa ný tækifæri fyrir ungt fólk, 16 ára og eldri sem búsett er á landsbyggðinni, efla þau í að koma hugmyndum og verkefnum í framkvæmd með því að byggja upp grunn að skipulögðu starfi fyrir aldursflokkinn.“


Hugmynda-bazar stærsta verkefnið

Vinna við undirbúning verkefnisins er í fullum gangi. „Við höfum búið til dagskrá sem samanstendur að verkefnum, leikjum, hópefli og smiðjum þar sem unnið verður að þörfum og skemmtilegum viðfangsefnum. Unnið verður í hópum, bæði blönduðum og landskiptum, einnig hver fyrir sig. Stærsta verkefni námskeiðsins verður hugmynda-bazar þar sem bæjarbúum gefst tækifæri á að vinna með þátttakendum verkefnisins að hugmyndum og lausnumfyrir málefnið. Að lokum fá þátttakendur tækifæri til þess að vinna að eigin verkefnum.“

Sonja vill hvetja alla sem áhuga hafa á að kynna sér málið betur að hafa samband gegnum netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 612­0309, eða þá bara skrá sig til leiks hér.


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.