Þórunn Gréta og Konrad fulltrúar Austfirðinga á Norrænum músikdögum

Margmiðlunarlistamaðurinn Konrad Korabiewski og tónskáldið Þórunn Gréta Sigurðardóttir eru fulltrúar Austfirðinga á Norrænum músikdögum sem haldnir verða í Hörpu um helgina.


Konrad frumflytur þar nýtt verk sem kallast Ascencion en myndhlutinn er tekinn upp í hafnarborginni Valparaíso í Síle. Borgin er byggð utan í hæðum og myndaði Konrad ferð upp hlíðarnar í kláf.

Hljóðmyndin er hins vegar samin á Seyðisfirði þar sem Konrad heldur til.

Þórunn Gréta er meðal þeirra íslensku tónskálda sem mæta til daganna. Hún er uppalin á Héraði en hefur síðustu ár búið á Eskifirði. Hún lauk meistaragráðu í tónsmíðum frá Hochschule für Musik und Theater í Hamburg árið 2014.

Hátíðin hefur verið haldin frá árinu 1888 og er nú haldin árlega, til skiptis í hverju Norðurlandanna og stefnt er saman tónskáldum og tónlistarmönnum þaðan.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.