Skip to main content

Thorvald Gjerde verðlaunaður af Rótarý félögum

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 18. jún 2011 02:37Uppfært 08. jan 2016 19:22

thorvald_gjerde_jartrudur_olafs_rotary.jpgThorvald Gjerde, organisti og tónlistarkennari, var í gær verðlaunaður af Rótarýklúbb Fljótsdalshéraðs fyrir framlag sitt til menningar og samfélags á svæðinu.

 

Thorvald, sem er fæddur Norðmaður og bjó á Stöðvarfirði áður en hann fluttist upp á Hérað, hlaut hina árlegu viðurkenningu úr þjóðhátíðarsjóði Rótarýklúbbsins. Thorvald er kirkjuorganisti á Egilsstöðum en hefur einnig kennt á ýmis hljóðfæri. Hann hefur einnig verið meðal forsprakka sumartónleikaraðar í Vallaneskirkju en sú tónleikaröð hefst einmitt á fimmtudagskvöld.

Thorvaldur var lítillátur þegar hann tók við verðlaununum, viðurkenningarskjali og 75 þúsund króna ávísun úr sjóðnum úr hendi Jarþrúðar Ólafsdóttur.

„Það er alltaf gaman að fá viðurkenningar en mesta viðurkenningin er gleðin. Gleðin sem maður upplifir frá þeim sem maður vinnur með. Það er samt alltaf gaman að fá smá auka bónus.“