Skip to main content

Þurfti að hlaupa af fundi í lögreglubúninginn

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 13. sep 2017 11:04Uppfært 13. sep 2017 11:04

Sveitastjórnarfulltrúar á Austurlandi eru almennt í annarri vinnu samhliða störfum sínum sem kjörnir fulltrúar. Það veldur stundum árekstrum eins og hjá Jóni Birni Hákonarsyni á síðasta fundi Sambands sveitarfélaga á Austurlandi (SSA).


Í fundargerð er bókað að Jón Björn hafi þurft að fara af fundi vegna óvæntra aðstæðna í vinnu áður en gengið var til liðarins önnur mál.

Jón Björn, sem er varaformaður stjórnar SSA og forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, starfar einnig sem lögregluþjónn í Fjarðabyggð. Í samtali við Austurfrétt staðfest Jón að hann hefði þurft að mæta á lögregluvakt í skyndi frá fundinum á Reyðarfirði.

„Ég var að taka við vaktinni og félagar mínir voru að dekka hana fyrir mig en það kom upp sú staða að það var hóað í mig. Atvikið reyndist reyndar minna en á horfðist, fyrst var talið að um slys væri að ræða en sem betur fer var svo ekki.“