Skip to main content

Þýskur stúlknakór með tónleika í Egilsstaðakirkju

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 17. maí 2016 14:54Uppfært 17. maí 2016 14:54

Stúlknakór Hamborgar heldur tónleika á Egilsstöðum í kvöld en kórinn er á ferðinni um Norðurlöndin. Kórinn þykir einn fremsti stúlknakór Þýskalands.


Kórinn var stofnaður árið 2003. Í honum koma saman stúlkur sem nema tónlist við tónlistarskóla í Hamborg. Alls eru skráðar í kórinn um 200 stelpur allt niður í fjögurra ára aldur.

Tónleikakórinn telur 45 stelpur á aldrinum 14-22 ára. Þær æfa tvisvar í viku og koma fram með bæði þýska og alþjóðlega kóratónlist.

Aðaláhersla kórsins er á kórsöng án undirleiks. Kórinn hefur farið víða um heim og heimsækir nú í vor Ísland og Færeyjar.

Stúlknakórinn komst hefur komist í úrslit þýsku kórakeppninnar Deutscher Chorwettbewerb og er talinn einn fremsti stúlknakór Þýskalands.

Tónleikarnir í kvöld hefjast klukkan 20:00.