Þýskur stúlknakór með tónleika í Egilsstaðakirkju

Stúlknakór Hamborgar heldur tónleika á Egilsstöðum í kvöld en kórinn er á ferðinni um Norðurlöndin. Kórinn þykir einn fremsti stúlknakór Þýskalands.


Kórinn var stofnaður árið 2003. Í honum koma saman stúlkur sem nema tónlist við tónlistarskóla í Hamborg. Alls eru skráðar í kórinn um 200 stelpur allt niður í fjögurra ára aldur.

Tónleikakórinn telur 45 stelpur á aldrinum 14-22 ára. Þær æfa tvisvar í viku og koma fram með bæði þýska og alþjóðlega kóratónlist.

Aðaláhersla kórsins er á kórsöng án undirleiks. Kórinn hefur farið víða um heim og heimsækir nú í vor Ísland og Færeyjar.

Stúlknakórinn komst hefur komist í úrslit þýsku kórakeppninnar Deutscher Chorwettbewerb og er talinn einn fremsti stúlknakór Þýskalands.

Tónleikarnir í kvöld hefjast klukkan 20:00.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.