![](/images/stories/news/2017/Plánetustígur_á_Breiðdalsvík.jpg)
Tíu plánetur á Breiðdalsvík
„Við vorum að kenna stjörnufræði í skólanum og mér datt í hug að það væri gott að sýna krökkunum þetta,“ segir Martin Gasser, sem hefur komið fyrir svokölluðum „plánetustíg“ á Breiðdalsvík. Að austan á N4 skoðaði stíginn fyrir nokkru.
Martin útbjó pláneturnar úr títuprjónshausum og stærri kúlum sem hann einnig málaði. Við hverja plánetu eru helstu upplýsingar, svo sem stærð, hitastig og fleira. Alls eru staðirnir tíu á Breiðdalsvík og stígurinn er 1,6 kílómetrar að lengd.
Martin segir sambærilega stíga vera um allan heim og í það minnsta tveir hérlendis, á Höfn og á Reykjanesi.