Þjónusta við eldri borgara á Breiðdalsvík til fyrirmyndar
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 30. mar 2017 12:01 • Uppfært 30. mar 2017 12:04
„Það skiptir miklu máli að koma og vera innan um fólk,“ segir Guðlaug Gunnlaugsdóttir á Breiðdalsvík, en hún er ein þeirra sem nýtir sér óspart þjónustu við eldri borgarana á Breiðdalsvík.
Það væsir ekki um eldri borgarana á Breiðdalsvík sem stendur til boða að mæta í heitan hádegismat fimm daga vikunnar allt árið um kring. Dagvistunin, eins og þau kalla það, er reyndar opin allan daginn þar sem hægt er að vinna handavinnu, spila, pússla, spjalla og hafa gaman saman.
Það er samdóma álit þeirra sem þjónustuna sækja að hún skipti miklu máli og með hana ríkir mikil ánægja. Þátturinn Að austan, á N4, tók hús á þessum glaðværa hópi á Breiðdalsvík á dögunum. Innslagið má sjá hér að neðan.
