Tónleikar til minningar um Þröst Rafnsson
Stórtónleikar til minningar um gítarleikarann Þröst Rafnsson verða haldnir í Egilsbúð í Neskaupstað í kvöld. Fram koma fyrrverandi nemendur, samstarfs- og samferðamenn hans í tónlistinni jafnt heimamenn sem brottfluttir.
Þröstur lést seinasta haust langt fyrir aldur fram. Meðal þeirra sem fram koma á tónleikunum í kvöld eru Súellen, Bjarni Tryggva, Coney Island Babies og Hljómsveit Magneu.
Húsið opnar 21:00 og tónleikarnir hefjast hálftíma síðar. Allur ágóði rennur í minningarsjóð um Þröst.