Tónlistarveisla til heiðurs Björgvini: Vissum ekki að hann ætti stórafmæli þegar við byrjuðum að æfa
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 13. maí 2011 12:06 • Uppfært 08. jan 2016 19:22
Tónlistarveisla byggð á ferli Björgvins Halldórssonar verður frumsýnd í
Valaskjálf. Forsprakki tónleikanna segir hópinn ekki hafa haft hugmynd
um stórafmæli söngvarans á þessu ári þegar undirbúningurinn hófst.
„Það var í rauninni þannig að við höfðum ekki hugmynd um að hann ætti stór afmæli á þessu ári fyrr en við vorum langt komin með æfingar,“ segir Hafþór Valur Guðjónsson, tónlistarkennari sem haft hefur frumkvæðið að tónleikunum en stórsöngvarinn Björgvin Halldórsson varð sextugur fyrir um mánuði.
Hafþór vill lítið gefa upp um hvaða lög séu á dagskránni, annað en „Ég lifi í draumi“ sem er titillag sýningarinnar. „Við tökum helstu lög Björgvins í gegnum tíðina.“
Svipaður hópur stendur fyrir sýningunni í kvöld og var að baki Creedance-veislu í fyrra. Hafþór segir hópnum hafa litist vel á að taka lög Björgvins og byrjað að æfa fyrir áramót. „Þetta er mikil raddveisla og mikið stuð sem fólk má búast við, eins og Björgvini einum er lagið.“
Tónleikarnir í kvöld hefjast klukkan 21:00 en dyr Valaskjálfar á Egilsstöðum opna klukkustund fyrr. Miðaverð er 2.000 krónur en 1.000 fyrir 15 ára og yngri. Aukasýningar verða auglýstar á næstunni.
Hafþór vill lítið gefa upp um hvaða lög séu á dagskránni, annað en „Ég lifi í draumi“ sem er titillag sýningarinnar. „Við tökum helstu lög Björgvins í gegnum tíðina.“
Svipaður hópur stendur fyrir sýningunni í kvöld og var að baki Creedance-veislu í fyrra. Hafþór segir hópnum hafa litist vel á að taka lög Björgvins og byrjað að æfa fyrir áramót. „Þetta er mikil raddveisla og mikið stuð sem fólk má búast við, eins og Björgvini einum er lagið.“
Tónleikarnir í kvöld hefjast klukkan 21:00 en dyr Valaskjálfar á Egilsstöðum opna klukkustund fyrr. Miðaverð er 2.000 krónur en 1.000 fyrir 15 ára og yngri. Aukasýningar verða auglýstar á næstunni.