Tolli með opinn fyrirlestur um núvitundarhugleiðslu á Reyðarfirði

„Tolli forfallaðist þegar hann ætlaði að koma til okkar um daginn en nú er hann á leiðinni og verður með opinn fyrirlestur um núvitund á Reyðarfirði á laugardaginn,“ segir Jóhann Sæberg, formaður Krabbameinsfélags Austurlands.



Listamaðurinn Tolli Morthens heldur opinn fyrirlestur um núvitun og reynslu sína af krabbameini í í safnaðarheimilinu Reyðarfjarðarkirkju á laugardaginn milli klukkan 11:00 og 14:00.

Tolli áætlaði að halda sama fyrirlestur á árlegri hvíldarhelgi á Eiðum sem haldin er á vegum Krabbameinsfélags Austfjarða og Krabbameinsfélags Austurlands en forfallaðist vegna veikinda.

Fyrirlesturinn er öllum opinn og að kostnaðarlausu og skráningar eru óþarfar, fólk mætir bara á staðinn og nýtur stundarinnar.

„Ég verð þarna til þess að deila af minni reynslu, en það er nú þannig að þeir sem fá krabbamein verða sérfræðingar í sjúkdómnum. Mannskepnan er svo ekki flóknari en það að við erum öll undir sama lögmáli og þegar við verðum sérfræðingar í einhverju verðum við sérfræðingar í þeim sem eru á sama stað og þykir gott að bera saman bækur okkar, reynslu, styrk og vonir,“ sagði Tolli í samtali við Austurfrétt um daginn, en viðtalið í heild sinni má lesa hér.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.