Tvær tilnefningar austur í barnabókaverðlaunum

Bókaforlagið Bókstafur og höfundurinn Hafsteinn Hafsteinsson voru fulltrúar Austurlands þegar tilnefningar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkur, elstu barnabókaverðlauna landsins, voru kynntar í gær.


Hafsteinn hlýtur tilnefningu fyrir best myndskreyttu barnabókina árið 2016. Hafsteinn gerði myndirnar og samdi söguþráðinn í bókinni Enginn sá hundinn sem er hans fyrsta bók en Bjarki Karlsson ljóðsetti hana.

Bókstafur fær tilnefninu í flokki best þýddu barna- og unglingabókina fyrir Einhverja Ekkineinsdóttur. Lemme Linda Saukas Ólafsdóttir þýddi úr eistnesku en bókin er eftir Kåtlin Kaldmaa.

Þetta er fyrsta eistneska barnabókin sem þýdd er á íslensku og sömuleiðis fyrsta bókin sem þýdd er beint af eistnesku á íslensku.

Sigríður Lára Sigurjónsdóttir, forleggjari hjá Bókstaf, lýsti ánægju sinni með tilnefninguna í samtali við Austurfrétt. „Það er afar fátítt að jafnt ungt forlag og Bókstafur fái tilnefningu til verðlauna.“

Verðlaunin verða hefðinni samkvæmt afhent í Höfða síðasta vetrardag 19. apríl.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.