Tvö austfirsk bönd í undanúrslitum Músiktilrauna

Tvær austfirskar hljómsveitir koma fram á fyrsta undanúrslitakvöldi Músiktilrauna í kvöld. Annars vegar um að ræða Logn skipuð af systkinum og MurMur sem spila hafa víða um Austurland síðustu vikur.


MurMur skipa þeir Ívar Andri Bjarnason frá Egilsstöðum, sem spilar á gítar og syngur, Bergsveinn Ás Hafliðason úr Fossárdal, sem trommar og Daði Þór Jóhannsson frá Fáskrúðsfirði sem spilar á bassa.

Hljómsveitin spilar fyrst og fremst blússkotið rokk í anda Led Zeppelin og fleiri banda sem voru mest áberandi fyrri hluta áttunda áratugarins.

Systkinin Øystein Magnús og Sunniva Lind Gjerde úr Fellabæ skipa Logn. Hann spilar á gítar en hún á hljómborð og svo syngja þau saman. Þau hafa bæði verið í tónlist síðan þau voru lítil en stutt er síðan þau ákváðu að koma fram sem hljómsveit.

Undankeppnin hefst í kvöld og teygir sig yfir næstu fjögur kvöld. Tólf bönd spila í kvöld og velur dómnefnd eitt áfram í úrslit og salurinn aðra. Hver hljómsveit spilar tvö frumsamin lög.

Úrslitakvöldið verður eftir viku. Alls taka 48 hljómsveitir þátt í ár. Einu sinni hefur austfirsk hljómsveit unnið keppnina. Það gerðu Dúkkulísurnar þegar keppnin var haldin í annað sinn, árið 1983.









Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.