Skip to main content

Unglingar á Vopnafirði mála bæinn grænan

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 17. okt 2012 13:49Uppfært 08. jan 2016 19:23

vinavika_2012_3_web.jpgÍ dag er Græni dagurinn á Vopnafirði. Þar stendur yfir Vinavika að frumkvæði unglinganna í æskulýðsfélaginu Kýros í Hofsprestakalli.

 

Í dag munu unglingarnir í æskulýðsfélaginu fara um bæinn á skreyttum dráttavélum og mála hann grænan, þ.e. skreyta með grænum borðum, gefa grænar blöðrur fara í fyrirtæki og stofnanir, heilsa upp á gesti og gangandi og setja upp Vinavikuskilti. 

Á græna deginum eru Vopnfirðingar hvattir til að klæðast grænu og áberandi eru grænir Vinbolir sem gerðir voru í tilefni vikunnar. Seinna, Tilgangur dagsins er að minna að við erum eitt, en ekki eins. 

Á morgunn fimmtudag verður Vinaskrúðganga og á föstudaginn er Knúsdagurinn, en þá fara unglingarnir um bjóða upp á ókeypis knús, gefa barmerki og hjálpa til í verslunum og stofnunum. Á sunnudaginn með Kærleiksmaraþoni. 

Opið hús í verður í safnaðarheimilinu, boðið upp á vöfflur, skúffuköku, djús, kaffi, andlitsmálun og bílaþvott – allt ókeypis. Einnig ganga unglingarnir í hús og bjóða fram aðstoð sína við heimilisstörfin. 

Vinavikunni lýkur með Vinamessu í Vopnafjarðarkirkju, þar sem unglingarnir taka virkan þátt og syngja lag sem þau hafa verið að æfa, þá verður pítsuveisla og flugeldasýning.

Tilgangur Vinavikunnar er að minna á það sem mikilvægast er í lífinu, kærleikann og vináttuna og að við erum hvert öðru háð og þurfum að treysta hvert öðru.