Skip to main content

Unglingar á Vopnafirði safna fyrir munaðarlaus börnum

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 05. mar 2011 09:23Uppfært 08. jan 2016 19:22

kirkja_vpfj_web.jpgÆskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar verður næstkomandi sunnudag, 6. mars og að því tilefni verður poppmessa kl. 14:00 í Vopnafjarðarkirkju. Eftir guðsþjónustuna verður árleg kaffisala æksulýðsfélagsins til styrkar hjálparstarfi. Í ár ákváðu unglingarnir að safnað yrðir byggingu heimilis fyrir munaðarlaus börn í vinasöfnuði okkar í Kaibibich í Kenýa.

 

Þetta er í sjötta sinn sem unglingarnir standa fyrir kaffisölunni, sem ávalt hefur verið fjölsótt eins og guðsþjónustan, þar sem þau taka virkan þátt, m.a. sýna þau leikrit, lesa ritningarlestra, verða með bænir og taka lagið með hljómsveitinni. Í tilefni dagsins verður kirkjan og safnaðarheimilið skreytt með borðum, blöðrum og myndum, en þemað sem þau ákváðu að taka fyrirer „Drottinn er minn hirðir“ úr Davíðssálmi 23.