Unnið úr tré á Breiðdalsvík
Snjólfur Gíslason á Breiðdalsvík opnaði nýlega sýningu í Gamla Kaupfélaginu á Breiðdalsvík á smíðisgripum sínum. Gripirnir eru eftirlíkingar af gömlum munum ásamt viðgerðum hlutum.Sýningin er opin mánudaga og þriðjudaga klukkan 10-14 og laugardaga og sunnudaga frá 15-18 út janúar.
Snjólfur hefur um áraraðir verið að renna og gera við ýmsa gamla hluti og vinnur verkin af miklum áhuga og alúð. Efniviðurinn er gjarnan endurnýtt efni eða það efni sem fellur til úr nánasta umhverfi hans. Verk Snjólfs spanna allt frá barnaleikföngum til nákvæmra eftirlíkinga af nytjamunum og verkfærum sem notuð voru við heimilishald og almenn bústörf hérlendis áður fyrr um árabil.