Uppselt á tónleika verkalýðsins í Egilsbúð

Alþýðusamband Íslands verður 100 ára næstkomandi laugardag og blæs af því tilefni til hátíðahalda og stórtónleika á fjórum stöðum á landinu, meðal annars í Egilsbúð í Neskaupstað.



Í heila öld hefur Alþýðusamband Íslands (ASÍ) barist fyrir bættum kjörum og bættri velferð launafólks á Íslandi. Margt hefur áunnist á þessum tíma og breytingarnar á réttindastöðu íslensks launafólks eru gríðarlegar. Þann 12. mars 2016 verða 100 ár liðin frá því að sjö verkalýðsfélög bundust samtökum til að efla samtakamátt sinn í baráttunni.

Frábærir listamenn munu koma fram í Egilsbúð til að fagna þessum tímamótum, en það eru þau Bjartmar Guðlaugs, Lay Low og Úlfur Úlfur. Kynnir verður Davíð Þór Jónsson. Uppselt er á tónleikana, en aðgangseyrir var enginn.


Allir miðarnir kláruðust fljótt

Snorri Már Skúlason, deildarstjóri upplýsinga- og kynnignarmála hjá ASÍ segist ánægður með viðtökurnar sem tónleikarnir hafa fengið.

„Það er nú þannig að ASÍ er oftast í fjölmiðlum þegar verið er að vinna að þungum málum og mönnum er mikið niðri fyrir. Af þessu tilefni langði okkur að setja sambandið í annað samhengi að setja það í annað samhengi því í gegnum þessi 100 ár hefur söngur verið eitt að aðalsmerkjum þess, en þegar komið er saman á þingum og öðrum mannamótum, er alltaf sameinast í söng þó svo tekist sé á,“ segir Snorri Már.

Snorri Már segir viðtökurnar hafa verið með besta móti, enda sé dagskráin metnaðarfull. „Miðarnir kláruðust á stuttri stundu á öllum stöðunum og af þeim viðbrögðum að dæma er þetta eitthvað sem fólki hugnast og viljum við hvetja alla þá sem náðu miða að mæta og fylla öll húsin.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.