Skip to main content

Uppselt á tónleika verkalýðsins í Egilsbúð

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 10. mar 2016 11:01Uppfært 10. mar 2016 11:03

Alþýðusamband Íslands verður 100 ára næstkomandi laugardag og blæs af því tilefni til hátíðahalda og stórtónleika á fjórum stöðum á landinu, meðal annars í Egilsbúð í Neskaupstað.



Í heila öld hefur Alþýðusamband Íslands (ASÍ) barist fyrir bættum kjörum og bættri velferð launafólks á Íslandi. Margt hefur áunnist á þessum tíma og breytingarnar á réttindastöðu íslensks launafólks eru gríðarlegar. Þann 12. mars 2016 verða 100 ár liðin frá því að sjö verkalýðsfélög bundust samtökum til að efla samtakamátt sinn í baráttunni.

Frábærir listamenn munu koma fram í Egilsbúð til að fagna þessum tímamótum, en það eru þau Bjartmar Guðlaugs, Lay Low og Úlfur Úlfur. Kynnir verður Davíð Þór Jónsson. Uppselt er á tónleikana, en aðgangseyrir var enginn.


Allir miðarnir kláruðust fljótt

Snorri Már Skúlason, deildarstjóri upplýsinga- og kynnignarmála hjá ASÍ segist ánægður með viðtökurnar sem tónleikarnir hafa fengið.

„Það er nú þannig að ASÍ er oftast í fjölmiðlum þegar verið er að vinna að þungum málum og mönnum er mikið niðri fyrir. Af þessu tilefni langði okkur að setja sambandið í annað samhengi að setja það í annað samhengi því í gegnum þessi 100 ár hefur söngur verið eitt að aðalsmerkjum þess, en þegar komið er saman á þingum og öðrum mannamótum, er alltaf sameinast í söng þó svo tekist sé á,“ segir Snorri Már.

Snorri Már segir viðtökurnar hafa verið með besta móti, enda sé dagskráin metnaðarfull. „Miðarnir kláruðust á stuttri stundu á öllum stöðunum og af þeim viðbrögðum að dæma er þetta eitthvað sem fólki hugnast og viljum við hvetja alla þá sem náðu miða að mæta og fylla öll húsin.“