Uppselt í kirkjunni og haldið áfram á pöbbnum – Myndband

Ánægja er með hvernig til tókst í ferðalagi Kórs Reyðarfjarðarkirkju til Mancehster um síðustu helgi ef marka má frásögn ensku gestgjafanna. Sungið var fyrir fullri kirkju og haldið áfram eftir kvöldi.


Ferðin var farin í tilefni 30 ára starfsafmælis stjórnanda kórsins á Reyðarfiðri, Gillian Haworth, en hún er alin upp í ensku borginni.

Sungið var með Manchester Community Choir í Didsbury Baptist kirkjunni í suðurhluta borgarinnar og var uppselt á tónleikana.

Kórarnir sungu bæði sitt í hvoru lagi og svo fjögur lög saman, eitt þeirra suður-afríska lagið Siyahamba sem sjá má í meðfylgjandi myndbandi.

Á heimasíðu enska kórsins er látið vel að heimsókninni frá Reyðarfirði. „Kórinn frá Reyðarfirði var fyrri á sviðið. Kórinn er fremur fámennur með aðeins um 25 söngvara en skilaði frá sér þéttum og miklum hljóm. Sérstaklega ánægjulegt var að heyra Let it Be sungið á íslensku.

Við gátum ekki hætt að syngja eftir tónleikana. Tónleikarnir virtust endurteknir á Fletcher Moss kránni, jafnvel með meiri ákefð en mögulega fleiri „mistökum.“

Eigandinn Martin segir bæði starfsmenn og fastagesti hafa haft af þessu ánægju og það var jafnvel rætt um að við færum til Íslands – þannig að fylgist með!“

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.