Skip to main content

Útsvar: Hversu vel þekkja þau andstæðinginn?

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 02. feb 2018 10:32Uppfært 02. feb 2018 11:28

Stórslagur verður í kvöld þegar Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað mætast í annarri umferð Útsvars. Af því tilefni fáum við einn keppanda úr hvoru liði til þess að svara spurningum í yfirheyrslu vikunnar, auk þess sem þeir svara sömu spurningum um keppinautinn.

 


Er þetta þriðji vetur Hákons í liði Fjarðabyggðar en Dagmar Ýr er á sínum fyrsta vetri fyrir Fljótsdalshérað.

Fullt nafn: Hákon Ásgrímsson.
Aldur: 49 ára.
Starf: Framkvæmdastjóri Fjarðabyggðahafna.
Maki: Anna Elín Jóhannsdóttir.
Börn: Jóhann, Auður og Steinar.

Fullt nafn: Dagmar Ýr Stefánsdóttir.
Aldur: 35.
Starf: Upplýsingafulltrúi Alcoa Fjarðaáls.
Maki: Guðmundur Hinrik Gústavsson. 
Börn: Hinrik Nói, 7 ára og Óliver Ari, 2 ára.


Hver eru þín helstu áhugamál?
Dagmar Ýr: Samvera með fjölskyldunni – ég er rosalega lítil áhugamálamanneskja, finnst reyndar mjög gaman að fara í bíó, leikhús og á tónleika þegar ég kem því við.
Hákon giskar: Sauðfjárrækt og fjölmiðlar.

Hákon: Skíði og útivist
Dagmar Ýr giskar: Ég finn á mér að Hákon er safnari og dundar sér gjarnan við frímerkja- og myntsafnið sitt, ekki?


Duldir hæfileikar?
Dagmar Ýr: Ég er mjög dulda listræna hæfleika – þeir eru reyndar svo duldir og djúpt á þeim að þeir hafa ekki komið fram ennþá!
Hákon giskar: Þekkir öll fjármörk á Jökuldal!

Hákon: Eiginkonan segir að ég sá bráðsnjall að baka og elda (hugsanlega er það til að hvetja mig við heimilsverkin)
Dagmar Ýr giskar: Mig grunar að Hákon skynji hina framliðnu.


Hvað er í töskunni/vösunum?
Dagmar Ýr: Ég er oftast með tölvutöskuna mína með mér og í henni er alls konar dótarí, veski, sími, tölvan, hleðslutæki og einhverjir pappírar sem ég þarf að fara í gegnum!
Hákon giskar: Sími, vettlingar og húfa.

Hákon: Bíllyklar og sími
Dagmar Ýr giskar: Hann er með símann, kortaveski og bíllyklana í vösunum.


Hver er þinn helsti kostur?
Dagmar Ýr: Ég er hress og reyni að koma alltaf vel fram við annað fólk.
Hákon giskar: Glaðlynd og gestrisin.

Hákon: Fljótur að átta mig á hlutunum.
Dagmar Ýr giskar: Hann er viskubrunnur.


Hver er þinn helsti ókostur?
Dagmar Ýr: Get verið rosalega óþolinmóð.
Hákon giskar: Getur ekki sagt nei, allavega ekki við soltna ferðalanga sem banka að dyrum.

Hákon: Óþolinmæði
Dagmar Ýr giskar: Þótt hann beri það ekki með sér þá ætla ég að giska á að hann sé með mikið skap.


Ef þú fengir að hitta hvaða persónu úr mannkynssögunni sem væri, hver yrði fyrir valinu?
Dagmar Ýr: Ég er hrifin af fólki sem hristir vel upp í viðteknum venjum og fær fólk til að endurmeta stöðuna, ég hefði t.d. verið til í að kynnast Rosu Parks.
Hákon giskar: Halldór Laxness.

Hákon: Nikolai Tesla.
Dagmar Ýr giskar: Ghandi.


Hvernig er tónlistarsmekkurinn þinn?
Dagmar Ýr: Ég hlusta voðalega mikið ennþá á sömu tónlist og ég gerði á unglingsárunum og uppúr þeim, í uppáhaldi eru t.d. Pearl Jam. Ég myndi segja að ég sé rokk megin í lífinu án þess að fara út í mikið þungarokk. Svo get ég líka dottið í að hlusta á tónlist frá sjöunda og áttunda áratugnum.
Hákon giskar: Dagmar hýtur að vera þungarokkari sem telur niður dagana þangað til Eistnaflug byrjar.

Hákon: Alæta á tónlist, kann líka vel að meta þögn.
Dagmar Ýr giskar: Ég ætla að skjóta á að hann hlusti mest á blús og jazz.


Ertu A eða B manneskja?
Dagmar Ýr: Meiri A en B.
Hákon giskar: A.

Hákon: A.
Dagmar Ýr giskar: Hákon er A manneskja.


Hvernig líta kósífötin þín út?
Dagmar Ýr: Náttbuxur og mjúk peysa eða bolur.
Hákon giskar: Lopapeysa og gúmmískór.

Hákon: Stuttbuxur og íþróttabolur.
Dagmar Ýr: Hann hlýtur að eiga mjúkar og notalegar joggingbuxur, líklega í gráum lit.


Ef þú vilt gera vel við þig, hvað gerir þú?
Dagmar Ýr: Fer fínt út að borða, eða í dekur á snyrtistofu – er algjör nautnaseggur og elska að láta stjana við mig!
Hákon giskar: Eldar hreindýrasteik (af Jökuldal).

Hákon: Blanda Mai Thai.
Dagmar Ýr giskar: Hákon er örugglega svona nautasteik og rauðvín týpa.


Ef þú gætir breytt einhverju í heiminum?
Dagmar Ýr: Ég myndi vilja tryggja jafnrétti fyrir alla hópa og að almennt væri meiri gæska og kærleikur milli fólks.
Hákon giskar: Friður á jörð og blóm í haga.

Hákon: Tryggja gott veður í sumarfríinu og gott skíðafæri á veturna.
Dagmar Ýr giskar: Ég held að Hákon sé friðarsinni og myndi vilja stuðla að heimsfriði.