Væri til í að hitta Jesú

„Það er mikilvægt að austfirskt tónlistarfólk haldi uppi hátíðinni reglulega því af nógu er að taka,“ segir Jón Hilmar Kárason, framkvæmdastjóri Jazzhátíð Egilsstaða verður haldin í Sláturhúsinu á laugardaginn. Hann er í yfirheyrslu vikunnar.



„Ég tók við Jazzhátíðinni árið 2006 þegar Árni Ísleifs hætti með hana. Í gegnum tíðina hafa komið ótrúlegir listamenn til okkar á JEA sem enn er verið að tala um. Hátíðin í ár er á öðrum tíma en venjulega og hún er kannski svolítið smærri í sniðum.

Tónlistarlífið á Austurlandi er í miklum vexti og ótrúlega gaman að fylgjast með hversu mikið af nýrri tónlist er að verða til um þessar mundir. Í ár koma fram spennandi austfirskir listamenn ásamt hinni Elísabetu Ormslev sem er upprennandi stjarna í tónlistarheiminum.“

Fullt nafn: Jón Hilmar Kárason.

 


Aldur: 40.

Starf: Framkæmdarstjóri JEA, tónlistarmaður, kennari, ýmislegt fleira.


Maki: Heiða Berglind Svavarsdóttir.

Börn: Anton Bragi, Amelía Rún og Matthildur Eik.

Búseta: Neskaupstað, en þar hef búið alla mína tíð, svo ég er heimaalinn. Var ekki einhver málsháttur til um það?

 

Tæknibúnaður? Gítarsnúra og magnari og þá verður allt í lagi.

Hvað ertu með í vösunum? Síma, lykla og tóbakið hans Guðjóns Birgis.

Hver er þinn helsti kostur? Ég framkvæmi hugmyndirnar mínar.

Hver er þinn helsti ókostur? Óskipulag. Það segir Heiða.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Það sem kemur fyrst upp í hugann er hakk og spaghetti.

Duldir hæfileikar? Ég hef hvorki dulda hæfileika eða ódulda.

Hvaða árstíð heldur þú mest upp á og af hverju? Ég held uppá haustið. Litirnir í náttúrunni eru svo fallegir og svo hef ég gaman af skotveiði.

Ertu jólabarn? Svona í meðallagi.

Sannasti málsháttur eða orðatiltæki? Að gera er mikilvægara en að geta.

Hver væri titillinn að ævisögunni þinni? Gítarkallinn.

Hvert er uppáhalds lagið þitt? Ég á ekki uppáhalds lag svei mér þá.

Syngur þú í sturtu? Ég humma.

Settir þú þér áramótaheit? Nei.

Ef þú fengir að hitta hvaða persónu úr mannkynssögunni sem væri, hver yrði fyrir valinu? Jesús.

Hvaða kost í fari einstaklinga kannt þú helst að meta? Sjálfstraust

Af hverju ætti fólk að mæta á JEA? Til þess að sjá austfirskt tónlistarfólk, austfirska tónlist og næstu stjörnu íslensks tónlistarlífs hana Elísabetu Ormslev. Það er bara skemmtileg tónlist á JEA.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.