Væri til í kvöldstund með David Bowie: Ólafur Björnsson í yfirheyrslu

Ólafur Björnsson, tæknistjóri hjá Djúpavogshreppi og framkvæmdastjóri Hammondhátíðar Djúpavogs er í föstudagsyfirheyrslunni í dag, en það er vel við hæfi þar sem Hammondhátíðin er nú í fullum gangi.



Fullt nafn: Ólafur Björnsson.

Aldur: 34.

Starf: Tæknistjóri hjá Djúpavogshreppi og framkvæmdarstjóri Hammondhátíðar Djúpavogs.

Maki: Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir.

Börn: Hilmir Dagur, Birgitta Björg og Antonía Elísabet.

Te eða kaffi? Te&kaffi.

Topp þrjú á þínum „bucket list“: Búlandstindur, Papey og Dyrfjöll. Ég ætla samt að geyma þetta til efri áranna. Ekkert liggur á.

Duldir hæfileikar? Ég get náttúrulega tekið af mér þumalfingurinn, það er eitthvað.

Hver er þín helsta fyrirmynd? Heiðarlegt fólk.

Besta bók sem þú hefur lesið? Saga Borgarfjarðar eystra.

Mesta undur veraldar? Það hlýtur að vera hann Natan.

Hver er þinn helsti kostur? Kostgæfni.

Hver er þinn helsti ókostur? Helvítis frestunaráráttan.

Hvern vilt þú sjá sem forseta landsins? Heiðarlegan einstakling. Helst konu.

Draumastaður í heiminum? Ég á mér stað.

Ef þú gætir starfað við hvað sem er, hvað væri það þá? Ég væri tæknistjóri hjá Djúpavogshreppi. No doubt.

Hvað bræðir þig? Konan við °1000.

Ef þú fengir að hitta hvaða persónu úr mannkynssögunni sem væri, hver yrði fyrir valinu? Kvöldstund með David Bowie væri ótrúlega fínt.

Hvaða kost í fari einstaklinga kannt þú helst að meta? Heiðarleika og kurteisi.

Hvað er leiðinlegasta húsverkið þitt og af hverju? Er til leiðinlegt húsverk?

Af hverju á fólk að mæta á Hammondhátíðina? Sko, fjölbreyttari dagskrá er vandfundin, þannig að allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Veðurspáin er góð, allar leiðir greiðar og svo er bara svo fáránlega gaman að koma á Djúpavog. Svo eru náttúrulega einhverjir miðar lausir, það er t.d. stór ástæða fyrir fólk sem er ekki búið að ákveða að mæta, að drífa sig á www.midi.is, tryggja sér miða – og mæta!

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.