Skip to main content

Valþjófsstaðarkirkja: 50 ára vígsluafmæli og nýtt orgel

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 19. ágú 2016 15:30Uppfært 19. ágú 2016 15:30

Á sunnudaginn kemur verður sérstök hátíðarmessa í Valþjófsstaðarkirkju en þann 3. júlí síðastliðinn voru liðin fimmtíu ár frá vígslu kirkjunnar.


Messan hefst klukkan tvö en nýtt orgel kirkjunnar tekið í notkun í messuni. Það var keypt frá Johannus orgelverksmiðjunni í Hollandi nú í sumar með veglegum styrk frá Fljótsdalshreppi.

Mikið verður lagt messuna en sóknarprestur Egilsstaðaprestakalls, sr. Þorgeir Arason, prédikar. Prófastur Austurlandsprófastsdæmis, sr. Davíð Baldursson, þjónar fyrir altari ásamt sr. Láru G. Oddsdóttur, fyrrverandi sóknarpresti Valþjófsstaðarprestakalls og sr. Ólöfu Margrét Snorradóttur, presti í Egilsstaðaprestakalli. Leikmenn úr röðum sóknarbarna annastritningarlestur. Organisti er Jón Ólafur Sigurðsson, kór Valþjófsstaðarkirkju syngur ásamt gestum. Margrét Lára Þórarinsdóttir syngur einsöng. Meðhjálpari Anna Bryndís Tryggvadóttir.

Boðið verður til kaffisamsætis að messu lokinni í Végarði.