Skip to main content

„Varð grjótharður Fljótsdalshéraðsmaður“

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 19. feb 2021 11:15Uppfært 19. feb 2021 11:18

Líf atvinnumanna í knattspyrnu er ekki tómur glamúr og gleði. Þeir lúta agareglum til að vera tilbúnir í leiki og geta takmarkað skemmt sér um helgar. Þannig dróst Rúrik Gíslason að Útsvari og Fljótsdalshéraði.


„Þegar ég bjó í Kaupmannahöfn var Sverrir Bergmann í tónlistarnámi þar. Þá gisti hann hjá mér eina helgi í mánuði.

Ég gat aldrei gert neitt, ekki farið út, átti bara að vera heima, hvíla mig og borða pasta eða eitthvað álíka,“ segir Rúrik Gíslason, fyrrum landsliðmaður í knattspyrnu í þættinum Með Loga sem sýndur var á Sjónvarpi Símans í gærkvöldi.

„Það var alltaf leikur í sjónvarpinu en við Sverrir horfðum á Útsvar, sem er einn besti sjónvarpsþáttur Íslandssögunnar.

Einhverra hluta vegna varð ég grjótharður Fljótsdalshéraðsmaður, það voru mínir menn, þótt ég eigi engar tengingar þangað.“

Mynd: Instagram